Krákan er komin í vefverslun

Krákan er komin í vefverslun

Eins og margar ykkar vita þá er Krákan helsta skartgripamerki sem við bjóðum upp á í NoName Studio. Núna er loksins komið að því að Krákan er komin í sölu í netverslun. 

Lára Björnsdóttir hannar hverja einustu kráku, eru þær allar mismunandi og engin eins. Lára býr til allar Krákur sjálf, hún er menntuð sem húsgagnasmiður en hefur verið að hanna Krákuna síðustu sex árin.

Þegar ég spurði hana að því hvaðan innblásturinn fyrir Krákunni kom þá fékk lára hugmyndina frá því að Lára var að fá skart til að endurnýta frá fjölskyldu meðlimum. Síðan þá hefur Krákan þróast í síð hálsmen sem eru klæðileg og passa við öll tilefni.

Krákan er þekkt fyrir að henta öllum aldurshópum, við höfum fengið ungar stúlkur sem fá sér Kráku fyrir fín tilefni. Okkur í NoName finnst æðislegt að nota hana dagsdaglega til að klára heildarlookið og hægt er að para svartan bol, gallabuxur og Krákuna saman fyrir töff 'outfit'. 

 

Krákan kostar 6900 kr og hægt er að skoða úrval í netverslun eða þá koma í búðina á Garðatorgi 4 þar sem úrvalið er meira! Krákan fæst eingöngu í NoName Studio. Hægt er að koma og velja sér sína Kráku eða velja á netinu, enda er alltaf talað um að maður verður að velja sér Krákuna svo hún passi vel við mann sjálfan. Ef keypt er Krákuna í vefverslun þá fylgir gjöf eftir Láru með. Lára verður einnig á staðnum á Garðatorgi 4, föstudaginn 26 febrúar frá 11:00-14:00 og gefur öllum þeim sem kaupa Krákuna gjöf með. 

Takk fyrir að lesa! 

Stelpurnar í NoName Studio :) 

 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar