Skaðleg efni í snyrtivörum

Skaðleg efni í snyrtivörum

Skaðleg efni í snyrtivörum er málefni sem skiptir mig miklu máli, þetta er fyrsti pistillinn tengt þessu og ekki sá síðasti. Ég elska að vinna í snyrtivöru heiminum en oft á tíðum hefur mér blöskrað hvernig stór fyrirtæki og framleiðendur auglýsa og markaðssetja vörur á ósannan máta. Við þurfum allar að verða meira upplýstari, þannig verðum við betri neytendur og skiljum hvaða innihaldsefni við notum á líkama okkar. 

Í gegnum tíðina hefur alltaf verið mikil markaðssetning varðandi allskonar krem, bæði andlitskrem og krem fyrir líkamann. Framleiðendur hafa einnig nýtt sér ódýr innihaldsefni sem hefur síðar komið í ljós að séu mjög skaðleg. En það hefur ekki stoppað alla framleiðendur og stórfyrirtæki enda finnst mikið af skaðlegum innihaldsefnum í snyrtivörum í dag. 

Margir framleiðendur í dag eru hinsvegar búnir að bæta sig mjög varðandi innihaldsefni og strangar kröfur gerðar að nefna öll innihaldsefni komi fram á umbúðum og lækkandi hlutfalli í vörunni. Við sem upplýstur neitandi eigum að fylgjast sjálfar með og vita hvað er í þeirri vöru sem við kaupum.

Snyrtivörur eru taldar nátttúrulegar ef þær innihalda að minnsta kosti 95% náttúrulegra efna. Mikilvægt er að reyna læra að lesa á þessar upplýsingar, það er þó erfitt enda sum innihaldsefni með mörg nöfn og flókið að reyna átta sig á því hvað er skaðlegt. Það skiptir máli að reynda lesa vandlega á upplýsingarnar á umbúðunum. Hægt að kynna sér þetta nánar á netinu eins og t.d með náttúruvörur er gott að kíkja á ECOCERT sem vottar vörumerki náttúrusnyrtivara um allan heim. Einnig síðan cosmos-standard.org og Cruelty Free síðan sem fjallar um förðunarvörur.

Ég tók saman nokkur skaðleg efni sem gott er að hafa í huga að reyna forðast. 

1. Paraben. Getur truflað hormónastarfsemi og haft áhrif á ófrjósemi karla. Efnið hefur fundist í brjóstavef kvenna með brjóstakrabbamein.

2. Diethanolamine DEA, Triethanolamine TEA. Mjög algeng efni. Geta valdið ofnæmisviðbrögðum, þurrki í húð og pirring í augum. Geta myndað krabbamein ef komast í snertingu við nítrat.

3. Diazolidinyl Urea, Imidazolidinyl Urea, Hydantoin DMDM. Mikið notað í hárvörur. Getur losað um óæskilegt efni eins og formaldehyde sem er krabbameinsvaldur.

4. Sodium laureth/lauryl sulfate. Ódýrt freyði efni, mjög algengt, sem oftast er unnið úr bensíni. Getur valdið slæmum útbrotum og exemi td.í hársverði.

5. Petrolatum. Petroleum jelly (vaselín). Ódýrt efni, unnið úr olíu, sem gefur falskan raka á húðina. Olían liggur í raun bara á húðinni sem vörn en fer ekki inn og mýkir eins og ætlast er til. Hefur ekkert næringargildi fyrir húðina.

6. PEG Mjög eitruð aðskotaefni sem hækka sýrustig líkamans. Geta innihaldið ¼ -dioxane sem er talið geta valdið krabbameini, verið hormónaraskandi og truflað innkirtlastarfsemi.

7. Salicylic acid. Notað við húðvandamálum. Getur haft mjög slæm áhrif á húð og er ekki mælt með að ófrískar konur noti það.

9. Linalool. Ilmefni m.a. notað í sápur og sjampó, getur valdið ofnæmisviðbrögðum og slæmu exemi.

10. Fragrances. Tilbúin ilmefni sem engin leið er að vita hvað inniheldur. Getur verið allt að 200 efni sem geta valdið ýmsum óþægindum eins og t.d. höfuðverk, svima, útbrotum og ertingu á húð.

11. Benzene, Benzoic Acid, Benzoate. Mjög skaðleg rotvarnarefni sem geta valdið krabbameini.

13. Triclosan. Getur haft áhrif á starfsemi skjaldkirtilsins.

14. Formaldehyde. Mjög skaðlegt efni sem finnst í naglalökkum.

15. Phenoxyethanol Rotvarnarefni sem getur haft mjög skaðleg áhrif á húð og taugakerfi.

16.Hýdrokínón( hydroquinone) sem er bannað í hárlitum og má eingöngu nota í 0,02% styrk ( eftir blöndum) af fagfólki.

 

Kær kveðja

Kristín 

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar