Þurrar varir

Þurrar varir

Fallegar mótaðar varir eru mikil prýði og eins og með húðina skiptir miklu máli að huga að næringu og umhirðu. Varir okkar þorna of á tíðum, vegna veðrabreytinga, þurrs lofts, ef við sleikjum varirnar og nú á tímum Covid, mikil grímunotkun sem þurrkar bæði húðina og varirnar. Algengasta vandamálið er oft á tíðum kækur þar sem við sleikjum, nögum og rífum í húðina á vörunum sem leiðir til þurrks. Þetta vandamál er oft slæmt hjá börnum sem vilja sleikja varirnar og stundum út fyrir varir og myndast þá sár sem erfitt getur verið að laga. 

Þetta ber að varast.

  • Sleikið ekki varirnar, það gæti gefið betri líðan í skamman tíma en svo verður þurrkurinn meiri, þær missa raka.
  • Ekki nota mikið af varasalva, er mjög vanabindandi og fólk verður mjög háð notkun þeirra. Ef þörf er á varasalva þá eingöngu að kvöldi til eða þegar kuldakast kemur.
  • Ekki sleikja eða naga/ rífa í húðina á vörunum, þá kemur sár sem hætta er á að sýking komist í og oft þarf að meðhöndla með syklalyfi.
  • Sólin, en útfjólubláu geilsar sólarinnar geta skaðað húðina og varirnar sérstaklega þar sem þær eru þynnri og viðkvæmari. Varirnar innihalda ekki litafrumur (pigment)  sem ver hana gegn skaðlegum geislum. Nota varaliti eða sérstaka varasalva með SPF stuðli helst spf 30 
  • Ekki nota matta varaliti þeir þurrka mjög og eru ekkert sérstaklega aðlaðandi.
  • Ekki nota sérstaklega vökva til að festa varalitinn, hann þurrkar og flýtir fyrir línum út frá efri vör.

 

 Góð ráð.

  • Nota alltaf varalit sem er besta vörnin, velja þá sem eru nærandi og kremaðir, mjúkir. Varast sanseraða liti, þar sem þeir þurrka.
  • Nota mjúkan skrúbbmaska með litlum kornum, blanda við góða húðolíu og nudda létt yfir varirnar og þurrka yfir með rökum þvottapoka. Varist að þurrka of harkalega, gæti sært húðina. Nota ekki oftar en einu sinni í viku og bara ef þörf er á, húðin er viðkvæm á vörum og við eigum sem minnsta áreiti.

  |  

Fleiri færslur

0 Athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir á blogginu eru skoðaðar áður en þær eru birtar